Námskeiðið er ætlað öllum bjögunarsveitarmönnum og lögreglu sem vinna við eða hafa áhuga á stjórnun björgunarsveita. Námskeiðið er 20 kennslustundir og hefur það að markmiði að gera þátttakendur hæfa til þess að stjórna björgunarsveitum í fyrstu klukkustundum leitar- og björgunaraðgerða. Námskeiðið er hluti af Björgunarmanni 2 og skylda fyrir þá sem ætla að sitja fagnámskeið í aðgerðastjórn. Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi:
• Stjórnandann
• Áætlanir
• Bjargir
• Framkvæmdir
• Aðgerðagrunn
• Ákvörðun og uppsetningu leitarsvæðis
• Ábyrgð á leit og björgun
• Fyrstu viðbrögð
• Hegðun týndra
• Lok leitar
• Leitaraðferðir
• Leitarsvæði
• Rannsóknarvinnu
• Rýnifundi
• Vinnugögn svæðisstjórna
• Þá eru einnig keyrðar verklegar æfingar og skrifborðsæfingar
|
Við upphaf námskeiðs fá þátttakendur afhenta bókina Lost Person Behavior, grænuspjöldin í leitartækni, handbók stjórnandans og tvo bæklinga; Aðgerðastjórn -reglur og Leitaraðgerðir -verklagsreglur. Æskilegt er að nemendur hafi meðferðis tölvu og skriffæri. |
Ekki eru gerðar neinar forkröfur fyrir þetta námskeið. |
Námskeiðið veitir þátttakendum réttindi til þess að starfa sem tæknilegir stjórnendur björgunarsveita á fyrstu stigum aðgerða. |
Námskeiðið er kennt í kennslustofu. Miðað er við að það sé kennt á einni helgi, þó svo að breyting gæti verið á. Kennslustofan þarf að vera með virku netsambandi, ásamt því að mögulegt þarf að vera að skipta þátttakendum niður í 2-4 minni hópa sem þurfa að vinna í næði hver frá öðrum. Þá þarf kennslustofan að vera útbúin tússtöflu og skjávarpa. Námskeiðið er sambland af bóklegri kennslu sem felur í sér fyrirlestra og samræður leiðbeinenda og nemenda ásamt verklegum skrifborðsæfingum. Námskeiðinu lýkur á útkallsæfingu þar sem að þátttakendur starfa saman í stjórnstöð við að stjórna ímyndaðri aðgerð. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvern leiðbeinanda er átta; þó er lágmarksfjöldi leiðbeinanda á lokaæfingu þrír. Leiðbeinendur þurfa að hafa lokið MLSO - train the trainer frá ERI eða sambærilegu námskeiði. Þá þurfa leiðbeinendur einnig að hafa mikla þekkingu og reynslu af aðgerðastjórnun. |