Leiðbeinendanámskeið í fjallabjörgun

Flokkun
Verð
Takmarkanir:
Fylgiskjöl:
Tegund: Leiðbeinendanámskeið Almennt:70.750 kr. Lágmarksaldur 20
1. Kynning og öryggi.pdf     [432 kb.]
27. júní 2017
2. Búnaður.pdf     [921 kb.]
27. júní 2017
3. Hnútar.pdf     [627 kb.]
27. júní 2017
4. Hlutverk, ferli og skipanir.pdf     [882 kb.]
27. júní 2017
5. Dobblanir.pdf     [428 kb.]
27. júní 2017
6. Brekkubjörgun.pdf     [392 kb.]
27. júní 2017
7. Deilt álag.pdf     [459 kb.]
27. júní 2017
 
Svið: Fjallabjörgun Verð fyrir einingar: 22.100 kr. Lágmarksþátt. 6
Braut: Leiðbeinendanámskeið Hámarksþátt. 6
Réttindi: Leiðbeinandaréttindi Tímafjöldi: 16 Gildistími í mán. 36

Lýsing á námskeiði:
Um er að ræða tveggja daga námskeið sem felur í sér kennsluréttindi á grunnnámskeiði í fjallabjörgun. Á námskeiðinu er farið yfir námsefni grunnnámskeiðs í fjallabjörgun og þær verklegu æfingar sem tilheyra námskeiðinu. Farið er yfir öryggisatriði við kennslu, val á stöðum fyrir verklegar æfingar og framkvæmd þeirra.
Námsgögn:
Glærur.
Forkröfur:
Fagnámskeið í fjallabjörgun, Rigging for rescue eða sambærilegt nám. Æskilegt er að þessi námskeið hafi verið tekin innan þriggja ára.
Mat:
Nemendur eru metnir eftir þátttöku og kunnnáttu á efni grunnnámskeiðsins. Nemendur reyna fyrir sér í verklegri og bóklegri kennslu. Mat leiðbeinanda ræður því hvort nemandi hafi staðist námskeiðið.
Réttindi:
Hafi nemandi staðist námskeiðið hlýtur hann kennsluréttindi á grunnnámskeiði í fjallabjörgun eftir að hafa leiðbeint eitt námskeið með reyndum leiðbeinanda.
Kennsla:
Námskeiðið hefst á yfirferð á efni grunnnámskeiðs í fjallabjörgun. Öryggisatriði við kennslu og val á stöðum fyrir verklegar æfingar. Verklegi þátturinn snýr að uppsetningu á kerfum til fjallabjörgunar, að binda í börur og að ferðastu upp og niður línu. Seinni daginn fá svo nemendur tækifæri til að kenna hópnum sjálfir. Val stendur um verklega eða bóklega kennslu og stendur hún yfir í 15-20 mínútur fyrir hvern og einn. Leiðbeinandi úthlutar efni til kennslu. Efnið er hluti að námsefni grunnnámskeiðs í fjallabjörgun.
Til baka