Leiðbeinendanámskeið í snjóflóðum

Flokkun
Verð
Takmarkanir:
Fylgiskjöl:
Tegund: Leiðbeinendanámskeið Almennt:60.000 kr. Lágmarksaldur 20
 
Svið: Snjóflóð Verð fyrir einingar: 18.750 kr. Lágmarksþátt. 8
Braut: Leiðbeinendanámskeið Hámarksþátt. 18
Réttindi: Kennsluréttindi í viðkomandi fagi Tímafjöldi: 16 Gildistími í mán. 36

Lýsing á námskeiði:
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið Fagnámskeiði í snjóflóðum eða sambærilegu og vilja öðlast réttindi til að kenna grunn- og framhaldsnámskeið snjóflóða skv. námsskrá Björgunarskólans. Námsefni samstendur af kynningu á námsefni grunn- og framhaldsnámskeiða og annarra snjóflóðanámskeiða sem Björgunarskólinn býður upp á, samskipti við Björgunarskólann og skráningar nemenda og námskeiða í kerfi skólans. Markmiðið með námskeiðinu er að gera nemendur færa til að kenna samræmt námsefni Björgunarskólans á sviði snjóflóða auk þess að kynna samskipti við skólann og skráningaform námskeiða og nemenda. Námskeiðslengd er 10 klst.
Námsgögn:
Námsefni þeirra námskeiða sem leiðbeinendaréttindin ná til. Upplýsingar varðandi starfsemi Björgunarskólans.
Forkröfur:
Nemendur þurfa að hafa lokið Fagnámskeiði í snjóflóðum eða sambærilegu.
Mat:
Námskeiðinu lýkur með mati leiðbeinanda á færni nemenda til að kenna námsefnið.
Réttindi:
Nemendur öðlast réttindi til að kenna grunn- og framhaldsnámskeið Björgunarskólans á sviði snjóflóða. Einnig öðlast þátttakendur réttindi til að kenna önnur styttri almennari námskeið skv. námsskrá skólans. Leiðbeinendaréttindunum ber að viðhalda á a.m.k. þriggja ára fresti með því að sækja Endurmenntunarnámskeið fyrir snjóflóðaleiðbeinendur og Vinnustofu í snjóflóðum eða annað sem metið er sambærilegt (námskeið, ráðstefnur eða aðra sértæka fræðslu í faginu).
Kennsla:
Námskeiðið fer að mestu fram innandyra. Þó fer verklegt mat á færni þátttakenda á kennslu í notkun snjóflóðaýla fram utandyra.
Til baka