Námskeiðinu er ætlað að kenna örugga og ábyrga ferðamennsku um snæviþakta jökla fyrir tækjahópa (jeppa, snjóbíla og vélsleða), auk réttra viðbragða ef farartæki eða ferðafélagi fellur í sprungu. Þátttakendum eru kenndar staðlaðar aðferðir við sprungubjörgun miðað við staðlaðan lágmarksbúnað. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur búi yfir reynslu í ferðamennsku að vetri og ákjósanlegt að hafa reynslu af fjallamennsku. |
Ekkert eiginlegt námsefni er í boði fyrir þetta námskeið, en glærur með námsefninu verða aðgengilegar. |
Engar forkröfur en æslilegt að nemendur hafi lokið Fjallamennsku 1 og hafi reynslu af fjallaferðum. |
Engin réttindi fylgja þessu námskeiði. |
Námskeiðið hefst með með bóklegri yfirferð á efni námskeiðsins, jöklafræði og öryggi í jöklaferðum. Verklegir þættir eru kenndir bæði innan og utandyra þar sem farið er yfir hvernig tryggja skal öryggi ferðamanna á jökli, bjarga ferðafélga sem fallið hefur ofan í sprungu.
Útiæfingar skulu fara fram í snjóhengjum eða jökulsprungum á snæviþöktum jökli.
|