Rústamessa

Flokkun
Verð
Takmarkanir:
Fylgiskjöl:
Tegund: Endurmenntun Almennt:0 kr. Lágmarksaldur 18
 
Svið: Rústabjörgun Verð fyrir einingar: 0 kr. Lágmarksþátt. 10
Braut: Endurmenntun Hámarksþátt. 100
Réttindi: Viðheldur leiðbeinendaréttindum Tímafjöldi: 6 Gildistími í mán. 36

Lýsing á námskeiði:
Námsgögn:
Forkröfur:
Mat:
Rústamessa fer fram í ráðstefnuformi og er ætluð til að koma á framfæri helstu stefnum og nýjungum til björgunarsveitarfólks og fagfólks á viðkomandi sviðum. Um er að ræða fyrirlestra og kynningar. Skoðað verður hvernig staðan í málaflokknum er í dag m.t.t. þekkingar, getu og búnaðar. Fengir verða sérfræðingar og aðrir viðbragðsaðilar til að fjalla um ýmsar hliðar rústabjörgunar. Ráðstefnan er jafnframt hugsuð sem sí- og endurmenntun fyrir leiðbeinendur viðkomandi faga, enda ber þeim að sinna endurmenntun til að viðhalda kennsluréttindum.
Réttindi:
Kennsla:
Til baka