Um námskeiðið

Straumvatnsbjörgun 2 - Swiftwater Rescue Technicia

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:
Nafn Sími Netfang
Halldór Vagn Hreinsson 8206448 halldorvagn hjá gmail.com
HSSK Almennt: 70.750 kr.
Verð fyrir einingar: 22.100 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Námskeiðið veitir alþjóðleg Swiftwater Rescue Technician réttindi frá Rescue 3. Réttindin frá Rescue 3 gilda í 3 ár. Einn "Patchi" / taumerki á mann fylgir námskeiðinu.
Kennsla Námskeiðið fer fram innan- og utandyra. Bóklegi hlutinn er kenndur innan dyra en verklegi hlutinn utandyra. Miðað er við að bóklega kennslan fari fram að kvöldi dags og verklegi hlutinn sé kenndur frá morgni og fram á seinnipart dags. Þó ráða aðstæður hverju sinni kennslutilhögun. Fjöldi nemanda pr leiðbeinanda skal vera á bilinu 6-8. Lágmarksfjöldi nemanda á námskeiðið skal vera 6. Námskeiðið er kennt af leiðbeinendum sem lokið hafa fagnámskeiði í straumvatnsbjörgun og tekið leiðbeinendaréttindi í straumvatnsbjörgun frá Rescue 3 Europe Ath. leiðbeinandi ákveður hverju sinni hvort aðstæður séu viðunnandi til kennslu.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 16 klukkustundir Tegund: Framhaldsnámskeið Réttindi Alþjóðleg SRT réttindi frá Rescue 3
Fyrsti tími: 12. nóvember 2020, kl. 18:00 Svið: Straumvatn Lágmarksaldur 18
Síðasti tími: 14. nóvember 2020, kl. 18:00 Braut: Björgunarmaður 2 Gildistími 36

Lýsing á námskeiði Námskeiðið er ætlað björgunarsveitarmönnum og ferðaþjónustunni sem hafa gild straumvatnsbjörgun1 réttindi Námskeiðið tekur u.b.þ. 16 klst. Miðað er við bóklegan hluta sem tekur 3-4 klst og u.b.þ. 16 klst í verklegri útikennslu. Námskeiðið byggir á eftirfarandi námskeiðsþáttum: Kynning á straumvatni Björgun úr straumvatni Línuvinna í kringum straumvatn Notkun báta í straumvatni Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að taka þátt í sérhæfðri straumvatnsbjörgun og björgun úr flóðum.
Nemendum stendur til boða glærusafn sem fyrirlestrahluti námskeiðsins er byggður á. Nemendur þurfa að hafa með sér þurrgalla, vesti fyrir straumvatnsbjörgun, kastlínu 15-20m, hjálm (ekki klifurhjálm), læsta karabínu og eitt sling.
Gild réttindi í straumvatnsbjörgun 1
Mat Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngun þeirra á námskeiðinu. Þá er lagt fyrir stutt mat á þekkingu nemenda í lok námskeiðs.

Athugasemdir:
Haldið innan einingar


Fylgiskjöl: