Um námskeiðið

Snjóflóð 1

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:
Nafn Sími Netfang
Ólafur Óli Ólafsson 6189440 olios91 hjá gmail.com
Páll Ágúst Þórarinsson 8469097 pallagustth hjá gmail.com
Pálmi Hannesson 8228400 p.hannesson hjá gmail.com
Una Bjarnadóttir 8643238 ubjarn hjá gmail.com
Valur Marteinsson 8242744 valur hjá shs.is
Ársæll Almennt: 51.053 kr.
Verð fyrir einingar: 15.855 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Námskeiðið veitir engin sérstök réttindi.
Kennsla Námskeiðið fer fram innan- og utandyra. Bóklegi hlutinn er kenndur í sal en verklegi hlutinn utandyra. Miðað er við að bóklega kennslan fari fram að kvöldi dags og verklegi hlutinn sé kenndur frá morgni og fram á seinnipart dags. Þó ráða aðstæður hverju sinni kennslutilhögun. Fjöldi nemanda pr leiðbeinanda skal vera á bilinu 6-8. Lágmarksfjöldi nemanda á námskeiðið skal vera 6. Námskeiðið er kennt af leiðbeinendum sem lokið hafa Fagnámskeiði í Snjóflóðum eða sambærilegu og hafa gild kennsluréttindi fyrir grunn- og framhaldsnámskeið í snjóflóðum. Ath. að leiðbeinandi ákveður hverju sinni hvort aðstæður séu viðunnandi til kennslu.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 12 klukkustundir Tegund: Grunnnámskeið Réttindi Engin
Fyrsti tími: 19. febrúar 2020, kl. 18:30 Svið: Snjóflóð Lágmarksaldur 17
Síðasti tími: 23. febrúar 2020, kl. 17:00 Braut: Björgunarmaður 1 Gildistími 36

Lýsing á námskeiði Námskeiðið er grunnnámskeið ætlað nýliðum björgunarsveita, eldri félögum, ferðaþjónustunni og almenningi sem vilja læra grunnatriði í snjóflóðafræðum. Námskeiðslengd er u.b.þ. 12 klst., þar af bóklegur hluti 3-4 klst og verkleg útikennsla u.b.þ. 8 klst. Þó getur tímalengd verklega hlutans ráðist af veður- og snjóaðstæðum hverju sinni. Námskeiðið byggir á eftirfarandi námskeiðsþáttum: Almenn snjóflóðafræði; samspil vinds, úrkomu og hitastigs hafa áhrif á snjóflóðahættu; helstu gerðir snjóflóða og eðli þeirra. Félagabjörgun úr snjóflóðum: lífslíkur í snjóflóðum, kynning á öryggisbúnaði, leit að einum gröfnum snjóflóðaýli, notkun snjóflóðastanga og moksturstækni Vísbendingaleit í snjóflóðum: leit að gröfnum, ýlalausum einstaklingi í snjóflóði Mat á snjóflóðahættu: Veðurfræði og snjóflóð, snjóþekjan og lagskipting, landslag, stöðugleikaprófanir og leiðarval Fyrsta hjálp í snjóflóðum - inngangur Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að taka þátt í snjóflóðaleit og björgun úr snjóflóðum og að þeir tileinki sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu.
Björgunarskólinn gefur út námsbók í faginu sem fylgir námskeiðinu. Einnig stendur nemendum til boða glærusafn sem fyrirlestrahluti námskeiðsins er byggður á. Nemendur þurfa að hafa með sér a.m.k. einn snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og snjóflóðaleitarskóflu pr. þátttakenda. Fatnaður og annar almennur búnaður til útiveru í einn dag í vetraraðstæðum.
Engar forkröfur eru á námskeiðið.
Mat Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngun þeirra á námskeiðinu, enda lögð mikil áhersla á að nemendur sitji allt námskeiðið. Þá er lagt fyrir stutt mat á þekkingu nemenda í lok námskeiðs.

Athugasemdir:
Haldið innan einingar - 19.2. - 18:30-23:30 Gróubúð, 21.2.-23.2. verklegt úti. Snjóflóð 2 keyrt samhliða, nauiðsynlegt að skrá sig á bæði námskeið. .


Fylgiskjöl: