Um námskeiðið

Fjallamennska 2

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:

Enginn leiðbeinandi skráður á þetta námskeið

HSSR Almennt: 65.205 kr.
Verð fyrir einingar: 22.680 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Þetta námskeið veitir engin sérstök réttindi.
Kennsla Námskeiðið er hugsað sem helgarnámskeið sem hefst á bóklegum fyrirlestri, upplýsingagjöf og æfingum innandyra áður en haldið er til fjalla. Bókleg kennsla skal fara fram áður en farið er í verklegar æfingar utandyra. Í bóklegum þætti skal leitast við að útskýra viðfangsefnið á einfaldan og myndrænan hátt með aðstoð kennsluefnis SL. Verkleg kennsla fer fram við vetraraðstæður í fjalllendi. Rétt er að taka fram að á námskeiði sem þessu skal alltaf hafa öryggi nemenda að leiðarljósi og velja kennsluaðstöðu eftir því. Leiðbeinendur þessa námskeiðs skulu hafa öðlast leiðbeinendaréttindi í fjallamennsku samkvæmt reglum Björgunarskóla SL.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 20 klukkustundir Tegund: Framhaldsnámskeið Réttindi Námskeiðið veitir réttindi til að sækja Fagnámskei
Fyrsti tími: 27. mars 2020, kl. 18:00 Svið: Fjallamennska Lágmarksaldur 18
Síðasti tími: 29. mars 2020, kl. 18:00 Braut: Björgunarmaður 2 Gildistími 0

Lýsing á námskeiði Fjallamennska 2 er framhaldsnámskeið í fjallamennsku, þar sem meiri áhersla er lögð á línuvinnu og flóknari æfingar en áður. Sérstaklega er farið yfir uppsetningu samtengdra trygginga og notkun klifurlínu í fjallamennsku. Námskeiðið er framhaldsnámskeið í fjallamennsku og nýtist þeim sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi.
Í verklega þætti námskeiðsins þarf hver nemandi að lágmarki að hafa meðferðis: Tvær ísaxir, mannbrodda, klifurbelti, hjálm, snjóflóðaýli, skóflu, snjóflóðastöng, sigtól, prússiklykkju, þrjár læstar karabínur og tvo 120 cm borða.
Fjallamennska 1
Mat Gátlisti með verkefnum sem nemandi leysir af hendi og leiðbeinandimetur. Þau atriði sem nemendi þarf að kunna skil á eru fyrirfram upplistuð.

Athugasemdir:
Haldið innan einingar - Undirbúningskvöld 24.3. kl 18:00


Fylgiskjöl: