|
Námskeiðið er grunnnámskeið ætlað nýliðum björgunarsveita, eldri félögum, ferðaþjónustunni og almenningi sem vilja læra grunnatriði í snjóflóðafræðum.
Námskeiðslengd er u.b.þ. 12 klst., þar af bóklegur hluti 3-4 klst og verkleg útikennsla u.b.þ. 8 klst. Þó getur tímalengd verklega hlutans ráðist af veður- og snjóaðstæðum hverju sinni.
Námskeiðið byggir á eftirfarandi námskeiðsþáttum:
Almenn snjóflóðafræði; samspil vinds, úrkomu og hitastigs hafa áhrif á snjóflóðahættu; helstu gerðir snjóflóða og eðli þeirra.
Félagabjörgun úr snjóflóðum: lífslíkur í snjóflóðum, kynning á öryggisbúnaði, leit að einum gröfnum snjóflóðaýli, notkun snjóflóðastanga og moksturstækni
Vísbendingaleit í snjóflóðum: leit að gröfnum, ýlalausum einstaklingi í snjóflóði
Mat á snjóflóðahættu: Veðurfræði og snjóflóð, snjóþekjan og lagskipting, landslag, stöðugleikaprófanir og leiðarval
Fyrsta hjálp í snjóflóðum - inngangur
Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að taka þátt í snjóflóðaleit og björgun úr snjóflóðum og að þeir tileinki sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu.
|
|
Björgunarskólinn gefur út námsbók í faginu sem fylgir námskeiðinu. Einnig stendur nemendum til boða glærusafn sem fyrirlestrahluti námskeiðsins er byggður á. Nemendur þurfa að hafa með sér a.m.k. einn snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og snjóflóðaleitarskóflu pr. þátttakenda. Fatnaður og annar almennur búnaður til útiveru í einn dag í vetraraðstæðum.
|
|
Engar forkröfur eru á námskeiðið. |
|
Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngun þeirra á námskeiðinu, enda lögð mikil áhersla á að nemendur sitji allt námskeiðið. Þá er lagt fyrir stutt mat á þekkingu nemenda í lok námskeiðs. |