|
Námskeiðið er ætlað félögum björgunarsveita sem vilja geta starfað í áhöfn Björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Námskeiðið tekur mið af svoköllum fræðslustaðli Alþjóðabjörgunarbátasamtakanna (IMRF), sem fjallar um samræmdar viðmiðanir um menntun og þjálfun bátsformanna, vélamanna og háseta leitar- og björgunarfara á sjó vegna þjálfunar áhafnarmeðlima björgunarskipa- og báta.
Námskeiðið tekur u.b.þ. 2o klst. Miðað er við bóklegan hluta sem tekur 10 klst og u.b.þ. 10 klst í verklegri útikennslu.
Hvaða námsefni er farið yfir?
Námskeiðið byggir á eftirfarandi námskeiðsþáttum:
Setning, saga og öryggi: Að nemendur fái kynningu á námskeiðinu og þeim námskeiðum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur fyrir sjóbjörgunarsveitir auk reglna á námskeiðinu. Að nemendur kynnist sögu björgunarskipa á Íslandi og þekki þau björgunarskip sem í dag eru gerð út af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Að nemendur fái kynningu á öryggi skips og áhafnar, og í undirbúningi sjóferðar.
Fjarskipti, stjórntök, landfestar og hnútar: Að nemendur þekki fjarskiptabúnað björgunarskipanna og geti unnið með hann eftir beiðni skipstjórnarmanna. Að nemendur þekki til stjórntaka björgunarskipa og geti aðstoðað skipstjórnarmenn við stjórnun og siglingu skipanna af öryggi. Að nemendur þekki til landfesta og notkunar þeirra. Að nemendur þekki handhæga hnúta.
Siglingareglur og sjómerki: Að nemendur þekki tilgang og notkun sjókorta, þekki tilgang og notkun sjómerkja, vita og bauja, þekki til helstu siglingareglna og tilgangi þeirra, þekki helstu siglingaljós.
Tekið í tog: Að nemendur geti unnið að því að taka skip í tog með öruggum hætti.
Maður fyrir borð og léttbátar: Að nemendur þekki æskileg viðbrögð við því ef maður fellur fyrir borð, þekki aðferðir til að bjarga mönnum úr sjó með mismunandi björgunarbúnaði og þekki til sjósetningar og notkunar léttbáta.
Leit og björgun: Að nemendur hafi þekkingu á aðferðum leitar og björgunar á sjó og þekki til fjarskipta og stjórnkerfis við slíkar aðgerðir.
Slökkvistörf, leki að skipum og flutningur slasaðra: Að nemendur geti unnið að slökkvistörfum á sjó, flutt slasaða og annast þá um borð, og unnið að dælingu úr lekum skipum.
Akkeri og neyðarstýri: Að nemendur geti látið akkeri falla og innbyrt það aftur. Að nemendur geti sett upp neyðarstýrisbúnað.
Markmið með námskeiðinu er að nemendur hafi almenna þekkingu á störfum um borð í björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og geti eftir námskeiðið tekið þátt í þeim störfum sem björgunarskipin eru gerð fyrir. Að nemandi tryggi öryggi skipsins og áhafnarinnar við störfin um borð. Að nemendur kunni skil á helstu aðferðum við leit og björgun á sjó .Að nemendur geti notað þann björgunarbúnað sem í skipinu er til að bjarga mönnum úr sjávarháska sem og sjálfum sér. Að nemendur geti sjósett léttbát og siglt. Að nemandi geti komið skipstjórnarmönnum til aðstoðar við stjórn skipsins.
|
|
Skólinn gefur út glærusafn sem fyrirlestrahluti námskeiðsins er byggður á.
Nemendur þurfa að hafa:
Flotgalli eða þurrgalli og björgunarvesti
Hjálmur
Fullbúið björgunarskip þarf að vera til staðar.
|
|
Þarf að hafa náð skilgreindum lágmarks aldri. |
|
Nemendur er metnir af kennurum/leiðbeinendum á grunni verklegra æfinga sem framkvæmdar eru á námskeiðinu. |