|
Fjallamennska 2 er framhaldsnámskeið í fjallamennsku, þar sem meiri áhersla er lögð á línuvinnu og flóknari æfingar en áður. Sérstaklega er farið yfir uppsetningu samtengdra trygginga og notkun klifurlínu í fjallamennsku. Námskeiðið er framhaldsnámskeið í fjallamennsku og nýtist þeim sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi. |
|
Í verklega þætti námskeiðsins þarf hver nemandi að lágmarki að hafa meðferðis: Tvær ísaxir, mannbrodda, klifurbelti, hjálm, snjóflóðaýli, skóflu, snjóflóðastöng, sigtól, prússiklykkju, þrjár læstar karabínur og tvo 120 cm borða. |
|
Gátlisti með verkefnum sem nemandi leysir af hendi og leiðbeinandimetur. Þau atriði sem nemendi þarf að kunna skil á eru fyrirfram upplistuð. |