Um námskeiðið

Leiðbeinendanámskeið í snjóflóðum

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:
Nafn Sími Netfang
Anton Berg Carrasco 8642653 snjoflod hjá landsbjorg.is
Reykjavík Almennt: 33.968 kr.
Verð fyrir einingar: 10.185 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Nemendur öðlast réttindi til að kenna grunn- og framhaldsnámskeið Björgunarskólans á sviði snjóflóða. Einnig öðlast þátttakendur réttindi til að kenna önnur styttri almennari námskeið skv. námsskrá skólans. Leiðbeinendaréttindunum ber að viðhalda á a.m.k. þriggja ára fresti með því að sækja Endurmenntunarnámskeið fyrir snjóflóðaleiðbeinendur og Vinnustofu í snjóflóðum eða annað sem metið er sambærilegt (námskeið, ráðstefnur eða aðra sértæka fræðslu í faginu).
Kennsla Námskeiðið fer að mestu fram innandyra. Þó fer verklegt mat á færni þátttakenda á kennslu í notkun snjóflóðaýla fram utandyra.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 15 klukkustundir Tegund: Leiðbeinendanámskeið Réttindi Kennsluréttindi í viðkomandi fagi
Fyrsti tími: 28. janúar 2020, kl. 17:00 Svið: Snjóflóð Lágmarksaldur 20
Síðasti tími: 30. janúar 2020, kl. 22:00 Braut: Leiðbeinendanámskeið Gildistími 36

Lýsing á námskeiði Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið Fagnámskeiði í snjóflóðum eða sambærilegu og vilja öðlast réttindi til að kenna grunn- og framhaldsnámskeið snjóflóða skv. námsskrá Björgunarskólans. Námsefni samstendur af kynningu á námsefni grunn- og framhaldsnámskeiða og annarra snjóflóðanámskeiða sem Björgunarskólinn býður upp á, samskipti við Björgunarskólann og skráningar nemenda og námskeiða í kerfi skólans. Markmiðið með námskeiðinu er að gera nemendur færa til að kenna samræmt námsefni Björgunarskólans á sviði snjóflóða auk þess að kynna samskipti við skólann og skráningaform námskeiða og nemenda. Námskeiðslengd er 10 klst.
Námsefni þeirra námskeiða sem leiðbeinendaréttindin ná til. Upplýsingar varðandi starfsemi Björgunarskólans.
Nemendur þurfa að hafa lokið Fagnámskeiði í snjóflóðum eða sambærilegu.
Mat Námskeiðinu lýkur með mati leiðbeinanda á færni nemenda til að kenna námsefnið.

Athugasemdir:
Kennt á þremur kvöldum 28. 29. og 30. janúar 17-22.


Fylgiskjöl: