|
Námskeiðið er ætlað félögum björgunarsveita, ferðaþjónustunni og öðrum sem lokið hafa grunnnámskeiðinu Snjóflóð 1 eða sambærilegt.
Námskeiðið er 20 klst langt.
Námskeiðið byggir helst á eftirfarandi námskeiðsþáttum:
Mat á snjóflóðahættu: uppbygging snjóþekjunnar m.t.t. lagskiptingar og samsetningar og veðurfarslegir áhrifaþættir. Stöðugleikaprófanir, s.s. Rutschblock/skíðaróf og skófluprófunaraðferði. Leiðarval.
Leitaraðferðir í snjóflóðum og félagabjörgun: Leit að fleiri en einum gröfnum snjóflóðaýli, vísbendingaleit, stangarleitaraðferðir í félaga- og skipulagðri björgun og mokstursaðferðir.
Snjóflóðaöryggisbúnaður.
Fyrsta hjálp og snjóflóð: endurlífgun og áverkar.
Aðkoma og útkallsferli björgunarsveita vegna snjóflóða í óbyggðum og dreifbýli – kynning
Markmið námskeiðsins eru að....
...gera þátttakendur hæfari til að sinna snjóflóðaútköllum og taka að sér hlutverk stjórnanda í einfaldari tilfellum.
...gera þátttakendur hæfari til leitar í snjóflóðum
...gera þátttakendur hæfari til að meta snjóflóðahættu og ákvarða leiðarval
...æfa félagabjörgun úr snjóflóðum á markvissan hátt
...þátttakendur kynnist grunnatriðum í aðkomu björgunarsveita að snjóflóðum sem fallið hafa í dreifbýli
...gera þátttakendur hæfa til að meta grunnatriði er varða mat og ummönun einstaklinga sem hafa grafist í snjóflóði.
|
|
Nemendum stendur til boða glærur sem bóklegur hluti námskeiðsins byggir á. Einnig er hægt að panta útgefið námsefni hjá Björgunarskólanum.
Nemendur þurfa að hafa með sér a.m.k. einn snjóflóðaýli, eina snjóflóðaleitarstöng og eina snjóflóðaskóflu pr.þátttakenda. Aukinheldur skulu nemendur vera búnir til útiveru í vetraraðstæðum fyrir verklega hluta námskeiðsins.
|
|
Þátttakendur skulu hafa lokið grunnnámskeiðinu Snjóflóð 1, eða sambærilegt. |
|
Nemendur eru metnir útfrá frammistöðu og áhuga meðan á námskeiðinu stendur, enda mikil áhersla lögð á að nemendur sitji allt námskeiðið. Ekki er um formlegt mat eða próf að ræða á námskeiðinu. |