Um námskeiðið

Rústabjörgun 2 (gegnumbrot og björgun)

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:

Enginn leiðbeinandi skráður á þetta námskeið

Egilsstaðir Almennt: 36.225 kr.
Verð fyrir einingar: 12.600 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Námskeiðið veitir engin sérstök réttindi.
Kennsla Ýmsar útfærslur eru á því hvernig námskeiðið er kennt. Algengast er að kenna námskeiðið á föstudagskvöldi ásamt laugardegi og sunnudegi. Námskeiðið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi athafnanáms. Verklegar vettvangsæfingar þar sem farið er út á bílum og hópavinna þar sem leyst er úr verkefnum. Miðað er við að einn leiðbeinandi sé á hverja átta þátttakendur í verklegum æfingum.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 20 klukkustundir Tegund: Framhaldsnámskeið Réttindi Engin
Fyrsti tími: 3. maí 2019, kl. 19:00 Svið: Rústabjörgun Lágmarksaldur 18
Síðasti tími: 5. maí 2019, kl. 19:00 Braut: Björgunarmaður 2 Gildistími 0

Lýsing á námskeiði Um er að ræða 20 klst. námskeið í rústabjörgun. Námskeiðið er bæði ætlað nýliðum í björgunarsveitum sem og eldri félögum. Á námskeiðinu er farið í gegnumbrot og roftækni ásamt björgun fórnarlamba og rústaskyndihjálp. Meginefni námskeiðsins eru verklegar æfingar við gegnubrot og björgun úr rústum mannvirkja.
Glæruhefti sem nemendur fá við upphaf námskeiðs. Nemendur þurfa að hafa með sér ritföng, vinnufatnað og persónuhlífar. Á námskeiðið þarf að hafa meðferðis rústabjörgunarverkfæri og björgunarbúnaður í eigu björgunarsveita.
Rústabjörgun 1 (grunnnámskeið) og Fyrsta hjálp 2.
Mat Krossapróf þar sem nemendur verða að ná lágmarkseinkunninni 7 og mat á færni nemenda í verklegum æfingum. Nemendur þurfa að sýna áhuga og viðleitni til þess að læra í hópavinnu og verklegum æfingum.

Athugasemdir:
Björgunarsveitin Hérar


Fylgiskjöl: