Um námskeiðið

Fagnámskeið í fjallabjörgun

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:
Nafn Sími Netfang
Gunnar Agnar Vilhjálmsson 8611566 Fjallabjorgun hjá landsbjorg.is
Bækistöð HSSR Malarhöfða 6 RVK Almennt: 300.000 kr.
Verð fyrir einingar: 150.000 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Engin réttindi fylgja þessu námskeiði, en Björgunarskólinn gefur út staðfestingu á að nemandi hafi lokið þessu námskeiði.
Kennsla Hver dagur hefst í kennsluaðstöðu þar sem farið er yfir námsefni dagins á töflu. Áður en farið er út er rennt yfir fyrirliggjandi verkefni sem geta verið af ýmsum toga, allt frá félagabjörgun upp í börubjörgun í brattlendi. Megið af námskeiðinu er utandyra í fjalllendi í grennd við kennsluaðstöðu. Í lok dags er svo rennt yfir efni dagsins í kennsluaðstöðu. Gert er ráð fyrir að kennslu sé lokið klukkan 18:00.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 50 klukkustundir Tegund: Fagnámskeið Réttindi Engin
Fyrsti tími: 3. október 2018, kl. 08:00 Svið: Fjallabjörgun Lágmarksaldur 20
Síðasti tími: 7. október 2018, kl. 18:00 Braut: Björgunarmaður 3 Gildistími 0

Lýsing á námskeiði Fimm daga námskeið í fjallabjörgun. Ákjósanlegt fyrir þá sem stefna að starfi í undanfarahópum auk þeirra sem vilja vera vel að sér í flestu tengdu faginu. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gunnar Agnar Vilhjálmsson yfirleiðbeinandi í fjallabjörgun. Mikið er lagt upp úr skilningi á hinum ýmsu þáttum fjallabjörgunar ásamt hagnýtum æfingum. Nemandinn lærir að meta björgunarkerfin með tilliti til styrks og temur sér að byggja sín kerfi þannig að þau séu viðeigandi að stærð og getu. Nemandinn verður hæfari sem stjórnandi á vettvangi og öðlast betri yfirsýn yfir mikilvæga öryggisþætti.
Flettispjaldabókin Technical Rescue Riggers Guide (www.conterra-inc.com) er ákjósanleg fyrir nemendur til eignar.
Fjallamennska 1 – Fjallabjörgun grunnnámskeið.
Mat Ekkert próf er á þessu námskeiði, en krafist er 100% þátttöku og athygli nemenda.

Athugasemdir:
Engar athugasemdir


Fylgiskjöl: