|
Engin réttindi fylgja þessu námskeiði, en Björgunarskólinn gefur út staðfestingu á að nemandi hafi lokið þessu námskeiði. |
|
Hver dagur hefst í kennsluaðstöðu þar sem farið er yfir námsefni dagins á töflu. Áður en farið er út er rennt yfir fyrirliggjandi verkefni sem geta verið af ýmsum toga, allt frá félagabjörgun upp í börubjörgun í brattlendi. Megið af námskeiðinu er utandyra í fjalllendi í grennd við kennsluaðstöðu. Í lok dags er svo rennt yfir efni dagsins í kennsluaðstöðu. Gert er ráð fyrir að kennslu sé lokið klukkan 18:00. |