|
Á Fjallamennsku 1 eru kennd grunnatriði í ferðalögum um fjalllendi að vetri til. Farið yfir helstu hættur og nemendum kennd undirstöðuatriði í lestri á landslagi, sem og umhverfisvitund. Þá er farið yfir það hvernig skal að bera sig að í fjalllendi og sérstaklega er farið yfir notkun ísaxar og mannbrodda ásamt helstu snjótryggingum.
Námskeiðið er grunnnámskeið í fjallamennsku og nýtist öllum þeim sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi.
|
|
Bók frá SL um fjallamennsku. Í verklegum þætti námskeiðsins þarf hver nemandi að hafa meðferðis: Ísexi, mannbrodda, klifurbelti, hjálm, snjóflóðaýli, sigtól, prússiklykkju og 2-3 læstar karabínur. |
|
Gátlisti með verkefnum sem nemandi leysir af hendi og leiðbeinandi metur. Þau atriði sem nemendi þarf að kunna skil á eru fyrirfram upplistuð. |