|
Um er að ræða 4 klst. námskeið þar sem farið er yfir atriði er tengjast óveðursaðstoð og verðmætabjörgun. Námskeiðið er ætlað jafnt nýliðum í björgunarsveitum, sem og eldri félögum. Megin efni námskeiðsins fjallar um samspil áhættu og afleiðinga og áhættumat kynnt. Einnig er farið í veður, drátt bíla og forgangsröðun þegar fjöldi bíla er fastur í óveðri. Mikið er lagt upp úr umræðum um efnið. |
|
Glæruhefti sem nemendur geta nálgast rafrænt. Nemendur þurfa að hafa með sér ritföng. |
|
Engar forkröfur eru fyrir þetta námskeið. |
|
Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngu þeirra þar. |