Um námskeiðið

Rústabjörgun 1 - grunnnámskeið

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:

Enginn leiðbeinandi skráður á þetta námskeið

Ársæll Almennt: 30.973 kr.
Verð fyrir einingar: 9.975 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Námskeiðið veitir engin sérstök réttindi.
Kennsla Ýmsar útfærslur eru á því hvernig námskeiðið er kennt. Algengast er að kenna þaðð á föstudagskvöldi ásamt laugardegi. Námskeiðið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi athafnanáms. Verklegar vettvangsæfingar, þar sem farið er út á bílum og hópavinna þar sem leyst er úr verkefnum. Miðað er við að einn leiðbeinandi sé á hverja 20 þátttakendur á námskeiðinu.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 14 klukkustundir Tegund: Grunnnámskeið Réttindi Enginn
Fyrsti tími: 25. apríl 2018, kl. 00:00 Svið: Rústabjörgun Lágmarksaldur 17
Síðasti tími: 29. apríl 2018, kl. 00:00 Braut: Björgunarmaður 2 Gildistími 0

Lýsing á námskeiði Um e14 klst. námskeið í rústabjörgun er að ræða, ætlað jafnt nýliðum í björgunarsveitum, sem og eldri félögum. Námskeiðið er talsvert frábrugðið eldri rústabjörgunarnámskeiðum, þar sem það er að megninu til bóklegt og ekkert farið í meðhöndlun verkfæra. Megin efni námskeiðsins fjallar um aðkomu að hamfarasvæðum í kjölfar jarðskjálfta eða ofanflóða í byggð. Markmiðið er að nemendur geti aflað nauðsynlegra upplýsinga á hamfarasvæðinu á skipulegan hátt og unnið út frá þeim upplýsingum. Geti komið nauðsynlegum upplýsingum til vettvangsstjórnar og nýtt aðferðafræði rústabjörgunar við mat á rústum og forgangsröðun á þeim.
Glæruhefti sem nemendur fá við upphaf námskeiðs. Nemendur þurfa að hafa með sér ritföng og útifatnað. Við verklegar æfingar þarf aðgang að bílum.
Engar forkröfur eru fyrir þetta námskeið.
Mat Námskeiðinu lýkur með krossaprófi þar sem nemendur þurfa að lá lágmarkseinkunninni 7 til að standast námskeiðið. Auk þess verða nemendur að sýna áhuga og viðleitni til þess að læra í hópavinnu og verklegum æfingum.

Athugasemdir:
Eitt kvöld 25. apríl og svo helgin 27-29 apríl.


Fylgiskjöl: