Um námskeiðið

Fjallabjörgun grunnnámskeið

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:
Nafn Sími Netfang
Ágúst Ingi Kjartansson 8253683 agust.ingi.kjartansson hjá gmail.com
Hvolsvöllur Almennt: 65.205 kr.
Verð fyrir einingar: 22.680 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Engin réttindi fylgja þessu námskeiði.
Kennsla Námskeiðið hefst á öryggis og kynningarfyrirlestri. Mikið er lagt uppúr að nemandi kynnist og tileinki sér örugg vinnubrögð við lausn einfaldra verkefna í fjallabjörgun. Námskeiðið inniheldur 6 stutta fyrirlestra sem útskýra nokkra þætti í fjallabjörgun. Nemendur kynnast ákveðnum aðferðum í gegnum hvern fyrirlestur og fá svo að spreyta sig á þessum verkefnum við öruggar aðstæður. Leiðbeinandi finnur svo hentug svæði til að færa verkefnin í raunverulegri fasa þar sem æfingar eru keyrðar undir eftirliti.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 20 klukkustundir Tegund: Framhaldsnámskeið Réttindi Enginn
Fyrsti tími: 3. mars 2017, kl. 19:00 Svið: Fjallabjörgun Lágmarksaldur 18
Síðasti tími: 5. mars 2017, kl. 17:00 Braut: Björgunarmaður 2 Gildistími 0

Lýsing á námskeiði Á námskeiðinu kynnast nemendur grunnatriðum fjallabjörgunar. Í upphafi námskeiðs er fyrirlestur sem sem útskýrir öryggisreglur og markmið námskeiðs. Fyrirlesturinn fjallar um fjallabjörgun frá ýmsum sjónarhornum sem og öryggisatriði sem eiga sér mikilvægan sess í þessu formi björgunar. Stígandi er í námskeiðinu, og er kennslufyrirkomulagið á þann veg að leiðbeinandi útskýrir aðferðarfræði upp á töflu með glærum. Nemendur fá svo tækifæri til að spreyta sig á verkefni við öruggar aðstæður, t.d. innandyra á flötu gólf. Svo er verkefnið keyrt við raunverulegar aðstæður úti þar sem viðeigandi landslagshalli er tekinn inn í dæmið. Verkefni sem tekin eru fyrir á námskeiðinu; uppsetning á tryggingum og hagnýting þeirra, sig á öruggan hátt, að slaka björgunarmanni niður, að dobbla björgunarmann upp og brekkubjörgun.
Ekkert námsefni á bókaformi er í boði fyrir þetta námskeið, Glærupakki er aðgengilegur inn á skráningarvefnum undir þessu námskeiði. Flettispjaldabókin Technical Rescue Riggers Guide (www.conterra-inc.com) er ákjósanleg fyrir nemendur til eignar.
Námskeiðið Fjallamennska 1
Mat Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngu þeirra þar.

Athugasemdir:
Engar athugasemdir


Fylgiskjöl:
1. Kynning og öryggi.pdf     [432 kb.]
27. júní 2017
2. Búnaður.pdf     [921 kb.]
27. júní 2017
3. Hnútar.pdf     [627 kb.]
27. júní 2017
4. Hlutverk, ferli og skipanir.pdf     [882 kb.]
27. júní 2017
5. Dobblanir.pdf     [428 kb.]
27. júní 2017
6. Brekkubjörgun.pdf     [392 kb.]
27. júní 2017
7. Deilt álag.pdf     [459 kb.]
27. júní 2017