|
Á námskeiðinu kynnast nemendur grunnatriðum fjallabjörgunar. Í upphafi námskeiðs er fyrirlestur sem sem útskýrir öryggisreglur og markmið námskeiðs. Fyrirlesturinn fjallar um fjallabjörgun frá ýmsum sjónarhornum sem og öryggisatriði sem eiga sér mikilvægan sess í þessu formi björgunar. Stígandi er í námskeiðinu, og er kennslufyrirkomulagið á þann veg að leiðbeinandi útskýrir aðferðarfræði upp á töflu með glærum. Nemendur fá svo tækifæri til að spreyta sig á verkefni við öruggar aðstæður, t.d. innandyra á flötu gólf. Svo er verkefnið keyrt við raunverulegar aðstæður úti þar sem viðeigandi landslagshalli er tekinn inn í dæmið. Verkefni sem tekin eru fyrir á námskeiðinu; uppsetning á tryggingum og hagnýting þeirra, sig á öruggan hátt, að slaka björgunarmanni niður, að dobbla björgunarmann upp og brekkubjörgun. |
|
Ekkert námsefni á bókaformi er í boði fyrir þetta námskeið, Glærupakki er aðgengilegur inn á skráningarvefnum undir þessu námskeiði. Flettispjaldabókin Technical Rescue Riggers Guide (www.conterra-inc.com) er ákjósanleg fyrir nemendur til eignar. |
|
Námskeiðið Fjallamennska 1 |
|
Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngu þeirra þar. |