Um námskeiðið

Björgunarmaður í aðgerðum

Staðsetning:
Verð:
Leiðbeinendur:

Enginn leiðbeinandi skráður á þetta námskeið

Sandgerði Almennt: 11.592 kr.
Verð fyrir einingar: 3.360 kr.
 
Markmið og uppsetning
Réttindi Námskeiðið veitir engin réttindi.
Kennsla Miðað er við að það sé kennt á einni kvöldstund, þó svo að breyting geti verið þar á. Námskeiðið er bókleg kennsla sem felur í sér fyrirlestra og samræður leiðbeinenda og nemenda. Þar sem að námskeiðið er eingöngu bóklegt, þá er hámarksfjöldi þátttakenda á hvern leiðbeinanda 20. Leiðbeinendur þurfa að hafa mikla þekkingu á starfsemi SL ásamt því að hafa töluverða reynslu af björgunarstarfi. Þetta námskeið er líka hægt að taka í fjarnámskerfi Björgunarskólans.


Tímasetning:
Nánar:
Tímafjöldi: 3 klukkustundir Tegund: Grunnnámskeið Réttindi Enginn
Fyrsti tími: 15. mars 2017, kl. 20:00 Svið: Aðgerðamál Lágmarksaldur 16
Síðasti tími: 15. mars 2017, kl. 23:00 Braut: Björgunarmaður 1 Gildistími 0

Lýsing á námskeiði Námskeiðið er ýmist kennt í fjarnámi eða staðnámi. Námskeiðið er ætlað öllum bjögunarsveitarmönnum á útkallsskrá. Um er að ræða tveggja kennslustunda námskeið sem hefur það að markmiði að gera þátttakendur meðvitaða um það innan hvaða ramma björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn starfa, ásamt því að nemendur þekki réttindi og skyldur björgunarsveitarmanna. Þetta námskeið er skyldunámskeið í Björgunarmaður 1. Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi: • Björgunarmanninn • Björgunarsveitina • Slysavarnafélagið Landsbjörg • Umhverfi okkar • Útkall
Nemendur geta nálgast afrit af glærum námskeiðsins á vef Björgunarskólans. Nemendur ættu að hafa með sér skriffæri.
Ekki eru gerðar neinar forkröfur fyrir þetta námskeið.
Mat Nemendur verða að sýna áhuga, viðleitni til þess að læra og tileinka sér námsefnið.

Athugasemdir:
Engar athugasemdir


Fylgiskjöl: